Ekki er talið að maður sem féll niður þrjá metra af húsþaki um eittleytið í dag hafi hlotið alvarleg meiðsli. Hann var með meðvitund og andaði eðlilega þegar sjúkrabíll kom á vettvang.
Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Greint var frá því fyrr í dag að karlmaður hafi fallið af þaki húss. Ekki var þá vitað um meiðsli hans.
Maðurinn var að vinna uppi á þaki í Hraunteig í Laugardal þegar hann féll og hefur óhappið verið skráð sem vinnuslys. Maðurinn meiddist á hnjám en samkvæmt upplýsingum lögreglu slasaðist hann ekki alvarlega.