Gul viðvörun vegna óveðurs

Vindaspáin kl. 5 aðfararnótt miðvikudags.
Vindaspáin kl. 5 aðfararnótt miðvikudags. Kort/Veðurstofa Íslands

Í kvöld og nótt er útlit fyrir norðvestan hríð á norðaustanverðu landinu, og norðvestan storm á Austfjörðum og Suðausturlandi. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðaustur-, austur- og suðurhluta landsins vegna þess óveðurs sem framundan er.

Veðurvefur mbl.is

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að í kvöld og nótt sé útlit fyrir norðvestan hríð á norðaustanverðu landinu og norðvestan storm á Austfjörðum og Suðausturlandi. Þá er útlit fyrir hríð á Suðurlandi seint annað kvöld.

Að neðan má sjá hvenær viðvaranirnar taka gildi á hverju svæði fyrir sig:

  • Norðurland eystra. Gul viðvörun vegna norðvestan hríðar. 16. nóv. kl. 22:00 – 17. nóv. kl. 09:00 Norðvestan 10-18 m/s og snjókoma og skafrenningur en 18-23 m/s í nótt. Varhugaverð ferðaskilyrði.
  • Austurland að Glettingi. Gul viðvörun vegna norðvestan hríðar. 16. nóv. kl. 23:00 – 17. nóv. kl. 11:00 Norðvestan 10-18 m/s og snjókoma og skafrenningur en 18-25 m/s í nótt. Varhugaverð ferðaskilyrði.
  • Austfirðir. Gul viðvörun vegna norðvestan storms eða roks. 17. nóv. kl. 00:00 – 15:00. Norðvestan 18-25 m/s og líkur á vindhviðum allt að 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja lausamuni. Slæmt ferðaveður, fólki bent á að flýta för í dag eða seinka til morguns.
  • Suðausturland. Gul viðvörun vegna norðvestan storms eða roks. 17. nóv. kl. 01:00 – 14:00. Norðvestan 18-25 m/s austan Öræfa með vindhviðum allt að 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja lausamuni. Slæmt ferðaveður og fólki bent á að flýta för í dag eða seinka á morgun.
  • Suðurland. Gul viðvörun vegna vestan og suðvestan hríðar. 17. nóv. kl. 22:00 – 18 nóv. kl. 04:00. Gengur í vestan 8-15 m/s með snjókomu en síðar slyddu og rigningu á láglendi. Búast má við hríðarveðri á fjallvegum s.s. Hellisheiði og einnig á Reynisfjalli. Varhugaverð ferðaskilyrði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert