Jón Þór nýr forseti viðskiptadeildar HR

Dr. Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR.
Dr. Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR. Ljósmynd/Aðsend

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. 

Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 og lauk áður B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.

„Jón Þór hefur fjölbreytta reynslu úr akademíu og atvinnulífi, nú síðast sem dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur gegnt stöðu dósents við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2006, í hlutastarfi frá 2013, og stundað rannsóknir og kennslu á sviði fjármála og hagfræði ásamt því að veita meistaranámi í fjármálum- og reikningshaldi forstöðu,“ segir í tilkynningu. 

Jón Þór starfaði sem aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins árin 2013 til 2020, sat í kerfisáhættunefnd og var ritstjóri tímarits um viðskipti og efnahagsmál um tíma. Á árunum 2004 til 2006 gegndi hann stöðu dósents við Háskólann á Bifröst og starfi forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert