Óprúttnir aðilar saka fólk um að stela rafmagni

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undanfarið hafa óprúttnir aðilar hringt í fólk í nafni fyrirtækja í Orkuveitu-samstæðunni og sakað það um að hafa stolið rafmagni. Tilgangurinn virðist vera að gera at í fólki því ekki er beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða slíkt. 

Í yfirlýsingu frá Orkuveitunni segir að fólk hafi hringt þangað vegna þessa og haft samband á samfélagsmiðlum.

Hringt er úr símanúmeri sem byrjar á 877 og áréttað er að símtölin eru ekki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur eða dótturfyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert