Rafmagnslaust í borginni

Horft yfir Klambratún.
Horft yfir Klambratún. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafmagnslaust varð milli Háaleitis og Klambratúns í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld.

Í tilkynningu frá Veitum segir að rafmagn eigi að vera komið aftur á í Leitunum núna, og í raun alls staðar nema í Hlíðum og við Þorfinnsgötu.

Fólki er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkvi á sér sjálf og geti valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Eigi það sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert