Unnið er af krafti að frágangi svæðis fyrir sölu notaðra bíla við Krókháls 7 í Reykjavík. Svæðið blasir við á hægri hönd þegar beygt er af Vesturlandsvegi og upp á Suðurlandsveg.
Pláss verður fyrir hundruð bíla á bílastæðunum, enda lóðin 23 þúsund fermetrar. Þar er einnig búið að reisa aðstöðu fyrir sölumenn. Þarna verða seldir bílar frá Öskju – notuðum bílum, Bílalandi BL, Bílabankanum og Bílamiðstöðinni. Ekki tókst að fá upplýsingar í gær um það hvenær svæðið verður tekið formlega í notkun, en ljóst er að það styttist í það.