Tveir í öndunarvél á Landspítala

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Alls liggja 18 sjúklingar á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu, tveir í öndunarvél, 11 á smitsjúkdómadeild, einn á lungnadeild og tveir á geðdeild.  

Í eftirliti göngudeildar eru 1.774, þar af 508 börn. 95 eru gulir, enginn rauður. Nýgreindir í gær voru 215, að því er segir í tilkynningu

Í gær komu átta manns til mats og meðferðar á göngudeild.

Núna eru 22 starfsmenn í einangrun, 23 í sóttkví og 218 í vinnusóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert