Vara við svikasímtölum

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við óprúttnum aðilum sem …
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við óprúttnum aðilum sem hringja í fólk og ljúga til um umferðaróhapp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynningar hafa borist lögreglunni á Norðurlandi eystra að undanförnu vegna svikasímtala þar sem logið er að fólki að bifreið þeirra hafi lent í óhappi. Grunur leikur á um að smáforrit sé notað í þessum óprúttna hrekk. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Símtölin berast úr erlendu númeri og er viðkomandi sem svarar sagður vera eigandi bifreiðar sem hafi lent í umferðaróhappi. Í kjölfarið er sá sem hlýtur símtalið spurður út í tryggingar og beðinn um nánari upplýsingar. Ef þeirri beiðni er hafnað verður sá sem hringir reiður og hótar að gera meira mál úr þessu.

„Þetta er klárlega einhver tilraun til svika og við hvetjum ykkur til að vera vel á varðbergi ef þið fáið slík símtöl,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert