Verðlaunaafhending á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu fer fram í dag, 16. nóvember.
Dagur íslenskrar tungu fer fram í dag, 16. nóvember. mbl.is/Hjörtur

Afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu fer fram í beinu streymi frá Þjóðminjasafni Íslands klukkan 15 í dag. 

Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar skulu veitt á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert. Þau ber að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Hér fyrir neðan má fylgjast með streyminu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert