Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. Hálka er í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins en annars hálkublettir.
Á Suðvesturlandi er snjóþekja og éljagangur á Hellisheiði og Sandskeiði. Snjóþekja er í Þrengslum og á Kjalarnesi.
Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Vestfjörðum er snjóþekja og éljagangur á Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingur er á Hálfdán og verið að hreinsa og verið er að kanna ástand á öðrum leiðum.
Á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði en snjóþekja hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum. Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Suður- og Austurlandi.