144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. þar af voru 66 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is þar sem fram kemur að alls hafi 156 smit greinst í gær, þar af tólf á landamærunum.
21 er á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
Tekin voru 5.076 sýni, þar af 2.473 einkennasýni. 1.783 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 2.503 í sóttkví.