Benedikt Bogason var endurkjörinn forseti Hæstaréttar fyrir tímabilið 2022 til 2026. Jafnframt var Ingveldur Einarsdóttir kjörin varaforseti réttarins fyrir sama tímabil. Þau tóku bæði við þessum embættum 1. september 2020.
Þetta var ákveðið á fundi dómara Hæstaréttar 15. nóvember.
Benedikt hefur verið hæstaréttardómari frá árinu 2012 en Ingveldur frá árinu 2020. Hún hafði áður verið settur dómari við réttinn um árabil.