Bíða frekari upplýsinga frá Hollandi

Lögreglumenn að störfum í Hollandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglumenn að störfum í Hollandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar bíður frekari upplýsinga frá hollensku lögreglunni í tengslum við mál Íslendings sem er grunaður um að hafa frelsissvipt íslenska konu og nauðgað henni þar í landi.

Meðal annars er ekki ljóst hvort búið sé að hafa uppi á manninum.

Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að upplýsingarnar verði komnar í næstu viku.

Spurður segir hann að ekkert hafi verið ákveðið hvort íslensk yfirvöld taki yfir lögsögu í málinu.

Maðurinn sem er grunaður um glæpinn er sagður vera á fimmtugsaldri, auk þess sem hann hafi nýlega hlotið dóm hérlendis fyrir nauðgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert