Helmingur vill herða sóttvarnaaðgerðir

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

56 prósent svarenda í Þjóðarpúls Gallup kváðust vilja herða sóttvarnaaðgerðir. Könnunin er gerð á tíu daga tímabili og voru aðgerðir hertar á meðan könnuninni stóð. 

Hlutfall þeirra sem sögðust vilja herða aðgerðir var rétt undir helming eftir að sóttvarnaaðgerðir voru hertar og fjöldatakmörk sett við fimmtíu manns, og fimm hundruð með notkun hraðprófa. 

Í könnuninni var spurt: Hver af eftirfarandi fullyrðinga lýsir best viðhorfi þínu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum á næstunni?

  • Ég vil að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. 
  • Ég vil að sóttvarnaaðgerðir verði áfram óbreyttar eins og þær eru núna. 
  • Ég vil að sóttvarnaaðgerðir verði hertar.

Tilviljunarkennt var í hvaða röð fullyrðingarnar birtust svarendum

Nokkur munur var á svörum eftir aldurshópum. Um fjórðungur fólks undir fertugu vill aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum en talsvert færri meðal eldra fólks, aðeins um fimm prósent í aldurshópnum 60 ára og eldri. 

Hertar sóttvarnaaðgerðir voru þó algengasta svarið í öllum aldursflokkum og í öllum kjósendahópum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert