Lækka skatta í Hafnarfirði

Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Skuldaviðmið Hafnarfjarðar fara í fyrsta skipti í áratug niður fyrir hundrað prósent og verða 97 prósent í lok árs 2022 gangi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eftir.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fór fram í bæjarstjórn í síðustu viku og er síðari umræða um hana áætluð 8. desember.

Þá er lagt til að fasteignaskattar verði lækkaðir á íbúðarhúsnæði um tæplega fimm prósent til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats ásamt fleiri gjaldskrárlækkunum.

Barnafjölskyldur í fyrirrúmi

„Við erum að leggja sérstaka áherslu á að bæta starfsumhverfi og kjör starfsfólks á leikskólum bæjarins í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, ásamt því að halda áfram að lækka kostnað barnafjölskyldna í bæjarfélaginu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið.

„Það er eitthvað sem hefur verið rauði þráðurinn á kjörtímabilinu, okkar fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt af leikskólagjöldum frá því sem áður var og innleiða nýjan systkinaafslátt af skólamáltíðum grunnskólabarna. Fyrsta skrefið þar var hundrað prósenta afsláttur á þriðja barn, en nú erum við að taka næsta skref og setja 25% afslátt á barn nr. 2. Við erum því að fara úr því að greitt sé fullt gjald fyrir öll börn, í það að mest verður nú greitt fyrir 1,75 barn. Þetta er skref í rétta átt og liður í því verkefni að létta þeim róður sem þyngstar byrðar bera.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert