Rétt í þessu barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um reyk sem legði frá leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði. Leikskólinn var rýmdur og allir eru heilir.
Þetta kemur fram í facebook-færslu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Öllum nemendum og starfsfólki var beint í næsta hús, Safnahúsið. Fram kemur að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum.
Allir eru heilir og engin hætta á ferðum. Leikskólabyggingin hefur þannig verið rýmd og er slökkviliðið að leita orsaka reyksins.