Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í póstnúmeri 109 í kvöld. Mun maður hafa bankað upp á í hverfinu, sagst vera að safna fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg og beðið um bankaupplýsingar.
Lögreglan kveðst í tilkynningu ekki hafa frekari upplýsingar um málið að sinni.
Fyrr á þessu ári kom upp mál af svipuðum toga. Reyndist viðkomandi þá í raun og veru á vegum Landsbjargar.
„Við ætlum að breyta verkferlunum hjá okkur og leggja okkur meira fram við að upplýsa almenning um að við séum á ferðinni til að koma í veg fyrir að svona misskilningur verði aftur,“ sagði upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is við það tækifæri.