Tveir eru í öndunarvél

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Tveir eru núna í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum með Covid-19. 18 sjúklingar liggja alls á spítalanum. 23 starfsmenn eru í einangrun, 19 í sóttkví og 191 í vinnusóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum en fyrr í morgun voru þrír í öndunarvél.

Í eftirliti eru 1.783 og þar af 511 börn. 92 eru á gulu enginn á rauðu. Í gær komu tíu sjúklingar til rannsókna og meðferðar á göngudeild en enginn þeirra þurfti innlögn að sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert