Einstaklingum 50-74 ára boðin skimun

Þátttakendur fá sýnatökusett sent heim, taka sýnið sjálfir og senda …
Þátttakendur fá sýnatökusett sent heim, taka sýnið sjálfir og senda til baka. mbl.is/Eggert

Undirbúningur að skimunum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er í fullum gangi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að einstaklingum á aldrinum 50 til 74 ára verði boðin þátttaka en verið er að útfæra hvaða aldurshópur fær boð í fyrsta áfanga.

Þetta kemur fram á vef Heilsugæslunnar.

Notuð verða svokölluð FIT-próf. FIT stendur fyrir Fecal innunochemical test. Þátttakendur fá sýnatökusett sent heim, taka sýnið sjálfir og senda til baka.

Ein af forsendum verkefnisins er sameiginlegur miðlægur speglanagrunnur til að skrá allar skimunarristilsspeglanir. Slíkur gagnagrunnur hefur verið í undirbúningi en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær hann verður tilbúinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert