Fella niður skóla á morgun

Ekkert skólahald verður í Kársnesskóla á morgun.
Ekkert skólahald verður í Kársnesskóla á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skólastjóri Kársnesskóla hefur fellt niður skólahald á morgun vegna þess fjölda smita sem greinst hefur meðal nemenda og starfsmanna í skólanum á síðustu dögum.

Þetta kemur fram í tölvupósti Bjargar Baldursdóttur, skólastjóra Kársnesskóla, til foreldra.

Fyrr í kvöld fjallaði mbl.is um að fjöldi foreldra við skólann hygðist ekki senda börnin sín í skóla á morgun.

„Staða sem enginn kýs“

Upplýsingar um skólahald á mánudag munu berast fyrir hádegi á sunnudag.

„Þetta er staða sem enginn kýs en við gerum öll okkar til að ná utan um þetta ömurlega ástand,“ segir Björg í lok póstsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka