„Grunsamlegur“ björgunarsveitarmaður

Björgunarsveitarfólk við eldgosið á Suðurnesjum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarfólk við eldgosið á Suðurnesjum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Grunsamlegar mannaferðir“ í póstnúmeri 109 í gærkvöldi reyndust björgunarsveitarmaður sem var að safna fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um manninn í gær en hafði ekki frekari upplýsingar um málið þá.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að þarna hafi verið fólk á vegum Slysavarnafélagsins. Fyrr á þessu ári kom upp mál af svipuðum toga. Reynd­ist viðkom­andi þá í raun og veru á veg­um Lands­bjarg­ar.

„Við höfum lagt okkur fram við, en þurfum að gera enn betur, að upplýsa almenning um að við séum á ferðinni til að koma í veg fyrir svona misskilning,“ segir Davíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert