Heldur bæði snjó og skriðu

Varnargarður á Norðfirði.
Varnargarður á Norðfirði. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Framkvæmdum við þriðja áfanga uppbyggingar varnargarða í Norðfirði lauk í gær þegar síðasta grindin var lögð í garðana. Vinna við þennan áfanga garðanna hefur staðið yfir um ríflega tveggja ára skeið.

„Við byrjuðum að byggja þessa varnargarða í ágúst á árinu 2019. Núna er bara frágangurinn eftir,“ segir Benedikt Ólason verkstjóri í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir íbúa í Neskaupstað vel varða fyrir hvoru tveggja snjó og skriðum frá fjallinu Urðarbotnum: „Þetta á að geta tekið við skriðum líka, ekki bara snjó.“

Benedikt áætlar að 300.000 rúmmetrum af bakfyllingu hafi verið hlaðið í mannvirkið. Til þess var grjót grafið úr fjallinu sem var síðan sprengt og malað og fært inn í varnargarðana. Garðurinn er um sautján metra hár þar sem hann er hæstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert