Annað kvöld heldur Víkingur Heiðar Ólafsson fyrstu tónleikana í einleikstónleikaröð sinni í Hörpu, en hann leikur 19., 20. og 21. nóvember. Á tónleikunum beinir hann sjónum að W.A. Mozart og samtímamönnum hans.
Í tilefni af tónleikaröðinni hefur hann gert innslög í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is þar sem hann spjallar um sum verkanna sem hann mun flytja og gefur tóndæmi. Hér birtist þriðja tóndæmi Víkings.