179 ný smit innanlands – fjölgar um 5 á spítala

Frá skimun á Egilsstöðum.
Frá skimun á Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

179 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær, þar af 99 utan sóttkvíar. 25 eru nú á sjúkra­húsi vegna Covid-19, þar af 5 á gjör­gæslu. Á sjúkrahúsi lágu 20 í gær svo Covid-sjúklingum þar fjölgaði um 5 á milli daga.

1.848 manns eru í ein­angr­un og 2.448 í sótt­kví. Þá eru 217 í skimun­ar­sótt­kví.

11 virk smit greind­ust við landa­mær­in í gær og tvö mit sem ekki er vitað hvort séu virk. Í þeim til­vik­um er mót­efna­mæl­ing­ar beðið.

Ríflega 3.500 sýni voru tekin í gær og er hlutfall jákvæðra einkennasýna í hærri kantinum eða 8%. Hlutfall annarra sýna er lægra.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert