Bílastæði aflögð vegna þrengsla

Það getur verið erfitt fyrir stóra bíla að aka um …
Það getur verið erfitt fyrir stóra bíla að aka um þröngan stíg. mbl.is/sisi

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að framvegis verði óheimilt að leggja ökutækjum við vesturkant Frakkastígs, milli Hverfisgötu og Laugavegar. Þarna eru í dag átta bílastæði, en þau verða öll aflögð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í greinargerð starfandi samgöngustjóra Reykjavíkur að um sé að ræða kafla á Frakkastíg þar sem einstefnuakstur er til norðurs og ökutækjum er alla jafna lagt beggja vegna götunnar. Frakkastígur marki upphaf núverandi göngugötuhluta Laugavegar og því sé allri umferð af Laugavegi beint norður Frakkastíg.

„Í götunni myndast oft mikil þrengsli og ítrekaðar ábendingar hafa borist frá lögreglunni og sorphirðu um vandamál sökum þeirra. Því er lagt til að stæði vestanmegin í götunni verði fjarlægð og eingöngu heimilað að leggja ökutækjum við eystri kant götunnar,“ segir í greinargerðinni. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert