Bráðvantar ljósmæður í bakvarðasveit

Ljósmæður vantar í bakvarðasveit.
Ljósmæður vantar í bakvarðasveit. mbl.is/Golli

Vegna fjölda starfsmanna sem eru í sóttkví á Landspítalanum bráðvantar ljósmæður í bakvarðasveit í heilbrigðisþjónustu. 

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Leitað er til heilbrigðisstarfsfólks til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í heilbrigðiskerfinu.

Samkvæmt tölfræðivef spítalans eru 23 starfsmenn hans nú í einangrun vegna Covid-19 og 260 í sóttkví A og vinnusóttkví. 

Óskað er eftir liðsinni úr hópi allra sem starfa við heilbrigðisþjónustu, svo sem lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, geislafræðinga, heilbrigðisgagnafræðinga, lífeindafræðinga, lyfjafræðinga, lyfjatækna, ljósmæðra, náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu, sjúkraflutningamanna, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og tannlækna, sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara.

Nemar í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanum geta einnig skráð sig á lista bakvarðasveitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert