„Ég stama ekki í Excel“

Málbjörg, félag um stam á Íslandi, er 30 ára í ár og fékk af því tilefni leikkonuna Dóru Jóhannsdóttur til að vinna grínmyndbönd sem taka á þeim ranghugmyndum sem sumir hafa gagnvart stami og einstaklingum sem stama. 

Í meðfylgjandi myndbandi, sem Arnór Pálmi Arnarson og Dóra leikstýrðu, má sjá leikkonuna Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og leikarann Kjartan Darra Kristjánsson sýna hvað getur komið upp þegar fólk sem stamar sækir um vinnur.

Eng­in ein­hlít skýr­ing er til á því hvers vegna fólk byrj­ar að stama. Ýmsar kenn­ing­ar eru til en ekk­ert hef­ur verið sannað þrátt fyr­ir mikl­ar rann­sókn­ir.

Er­lend­ar at­hug­an­ir hafa sýnt að á bil­inu 0,7% – 1,0% fólks stami. Það má því reikna með því að á bil­inu 1.800-2.500 Íslend­ing­ar stami. Talið er að fjög­ur af hverj­um hundrað börn­um byrji að stama en þrjú þeirra hætti því áður en þau kom­ast á full­orðins­ár.

Flest­ir byrja að stama á aldr­in­um 3 til 7 ára og stam er 3 til 4 sinn­um al­geng­ara hjá körl­um en kon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert