Hljóta styrk til að glæða skammdegið lífi

Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal verkefnanna sem eru …
Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal verkefnanna sem eru styrkt í ár en í ár. Kristinn Ingvarsson

18 verkefni hlutu í dag styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar og er markmiðið að glæða skammdegið lífi. Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal verkefnanna sem eru styrkt í ár en í ár dreifist dagskráin meira og verður á Granda auk miðborgarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá borginni.

Þetta mun vera í fimmta sinn sem úthlutað er úr Miðborgarsjóði og eru að jafnaði 11 til 16 verkefni styrkt á ári hverju að árinu í fyrra undanskildu þar sem þau voru fleiri, alls 32 talsins, sökum faraldursins.

Úthlutanirnar í ár nema 10 milljónum króna en samkvæmt fjárhagsáætlun voru 20 milljónir í sjóðnum. Hinar 10 milljónirnar fóru til úthlutunar í viðburðapott Sumarborgarinnar í júní, að því er segir í tilkynningunni. Þá eru áherslur ársins 2021 sagðar vera verslun og þjónusta, markaðsmál og er sérstaklega horft til verkefna með grænar áherslur.

Verkefnin í heild sinni eru hér fyrir neðan:

  • Farandtónleikar á WindWorks tónlistarhátíðinni 100.000
  • Tónleikadagskrá í 12 Tónum 150.000
  • Fjölómatónlistarhátíð - Surround music festival 200.000
  • Á Laugavegi - Hver er miðborgin okkar? 240.000
  • Laugardagshjólreiðar frá Hlemmi í allan vetur og samvinna við Borgarbókasafnið um Hjólabókina 250.000
  • Milli jóla og páska 300.000
  • JólaGrandinn 300.000
  • Ungir listamenn á aðventu 300.000
  • Aðventutónleikar í verslunum okkar 360.000
  • Lifandi tónlist í Petersen svítunni 400.000
  • The Creative Space of Jóhann Jóhannsson – Opin vinnustofa 500.000
  • Hringekjan Live Sessions 600.000
  • Óperudagar 101 600.000
  • MENGI LIFI REYKJAVÍK - fyrirlestraröð í MENGI 600.000
  • Myndlistarsýningar í tónlistarhúsinu Hörpu 800.000
  • Fjölbreytt dagskrá á Granda 800.000
  • Menningarstarf Skuggabaldurs 1.500.000
  • Tónleikarýmið R6013 býður upp á fjölbreytta viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa 2.000.000
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert