18 verkefni hlutu í dag styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar og er markmiðið að glæða skammdegið lífi. Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal verkefnanna sem eru styrkt í ár en í ár dreifist dagskráin meira og verður á Granda auk miðborgarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá borginni.
Þetta mun vera í fimmta sinn sem úthlutað er úr Miðborgarsjóði og eru að jafnaði 11 til 16 verkefni styrkt á ári hverju að árinu í fyrra undanskildu þar sem þau voru fleiri, alls 32 talsins, sökum faraldursins.
Úthlutanirnar í ár nema 10 milljónum króna en samkvæmt fjárhagsáætlun voru 20 milljónir í sjóðnum. Hinar 10 milljónirnar fóru til úthlutunar í viðburðapott Sumarborgarinnar í júní, að því er segir í tilkynningunni. Þá eru áherslur ársins 2021 sagðar vera verslun og þjónusta, markaðsmál og er sérstaklega horft til verkefna með grænar áherslur.
Verkefnin í heild sinni eru hér fyrir neðan: