Aldey Unnar Traustadóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. Stungan markar upphaf framkvæmdanna en Húsheild ehf. sér um jarðvegsframkvæmdir.
Heimilið verður alls 4.400 fermetrar að stærð. Ríkið greiðir 85% af framkvæmdakostnaði við bygginguna, en sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur það sem upp á vantar. Áætlaður kostnaður er um þrír milljarðar.