Sigríður hnýtir í Herra Hnetusmjör

Sigríður Á. Andersen hefur gagnrýnt rapparann Herra Hnetusmjör á Twitter …
Sigríður Á. Andersen hefur gagnrýnt rapparann Herra Hnetusmjör á Twitter fyrir utanlandsferð. Samsett mynd

Sigríður Á. Andersen, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tónlistarmanninn Herra Hnetusmjör fyrir að ferðast út fyrir landsteinana nú þegar Ísland er nýlega orðið dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.

Af ummælum Sigríðar á Twitter að dæmi þykir henni ferðalagið heldur hræsnaralegt miðað við yfirlýsingar rapparans um hertari sóttvarnaaðgerðir við landamæri Íslands fyrr á árinu.

„Altso... Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt,“ segir í tísti Sigríðar.

Njóta lífsins í Lundúnum

Sigríður birti frétt af mbl.is með tístinu þar sem greint er frá því að Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, sé staddur í Lundúnum ásamt kærustu sinni Söru Linn­eth Castañeda.

Þar eru þau sögð njóta lífsins í foreldrafríi en þau eiga von á öðru barni innan skamms.

Ætlaði að loka veginum

Vakti þetta furðu Sigríðar í ljósi yfirlýsinga rapparans fyrr á árinu varðandi aðgerðir við landamærin. Hafði hann meðal annars boðað til mótmæla við Keflavíkurflugvöll en hann vildi herða reglur um komu ferðamanna til landsins til að koma í veg fyrir að frekari smit myndu berast hingað að utan.

„Við stefn­um á að loka veg­in­um frá hring­torg­inu af Kefla­vík­ur­flug­velli á sunnu­dag­inn. Það er af því að við erum kom­in með nóg. Drop­inn sem fyllti mæl­inn eru öll þessi börn á leik­skóla­aldri sem eru smituð af því ein­hver fá­viti vildi ekki fara í sótt­kví,“ sagði hann við það tilefni.

Ekkert varð þó af mótmælunum en rétt áður en þau áttu að fara fram var lagafrumvarp samþykkt á Alþingi sem heimilaði ráðherrum að skylda fólk frá áhættusvæðum til dvalar á sóttkvíarhótel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert