Skúrir eða él í dag

mbl.is/Eggert

Veðurstofa Íslands spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu með skúrum eða éljum í dag en austanlands á að rofa til og haldast þurrt. „Á norðvestanverðu landinu gengur hins vegar í norðaustan 8-13 með éljagangi. Hitinn allvíða kringum frostmark, en allt að 4 stiga hiti við suður- og vesturströndina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings

Veðurvefur mbl.is

Þar kemur fram að á morgun eigi að snúast í norðanátt og að á austurhelmingi landsins verði um strekkingsvind að ræða.

„Léttskýjað og fallegt veður um landið sunnan- og vestanvert, en dálítil él norðaustan til. Frost um allt land, á bilinu 0 til 6 stig.“

Á sunnudag er útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með hlýnandi veðri.

„Búast má við rigningu eða slyddu á vesturhelmingi landsins, en austanlands ætti hann að hanga þurr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert