Nóg var um að vera hjá björgunarsveitum víða um land seinni part dags en mikið var um útköll þar sem fólk hafði slast á fæti og flytja þurfti í sjúkrabíl af vettvangi.
Þetta kemur fram í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn fóru á björgunarsveitabíl upp að gosstöðvunum á Reykjanesi til að hlúa að 11 ára dreng sem talinn er hafa farið úr hnjálið. Drengnum var veitt aðhlynning áður en hann var fluttur með bílnum að sjúkrabíl.
Hálftíma síðar barst útkall við Hestfjall í Skorradal á Vesturlandi þar sem 12 ára stúlka hafði hrasað og hlotið áverka á fæti. Búið var um hana í sjúkrabörur áður en hún var flutt að sjúkrabíl.
Þá fór vettvangsliðahópur á Flúðum, sem sinnir fyrsta viðbragði í uppsveitum Árnessýslu, að Geysi í Haukadal til að sinna manni sem hafði hrasað illa í hálku og fóbrotnað. Segir í tilkynningunni að maðurinn hafi verið nokkuð kvalinn og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.