20 milljónir gengu ekki út

Potturinn gekk ekki út í kvöld.
Potturinn gekk ekki út í kvöld. Mynd/Lottó

Fyrsti vinningur í Lottó gekk ekki út í kvöld og verður hann þrefaldur næsta laugardagskvöld. 

Vinningstölurnar að þessu sinni voru 16 22 24 33 og 37 og var bónustalan 2. 

Þrír miðaeigendur hrepptu annan vinning og voru með fjórar tölur réttar af fimm. Hver þeirra vann 166.320 krónur og voru miðarnir keyptir í Olís við Gullinbrú í Reykjavík, Olís við Brúartorg í Reykjavík og einn miði var í áskrift. 

Jókerinn gekk ekki heldur út í kvöld þar sem vinningsupphæð voru tvær milljónir. Tveir miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í röð og unnu 100 þúsund krónur á mann. Báðir miðarnir voru í áskrift. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert