Deildarmyrkvi á tungli var sýnilegur landsmönnum í gær en hann hófst klukkan 07.19 og náði hámarki klukkan 09.03 þegar um 97% af tunglinu voru almyrkvuð.
Tunglmyrkvi verður þegar jörðin er staðsett beint á milli tungls og sólar, með þeim afleiðingum að skuggi fellur á tunglið.
Rauðleiti blærinn sem er sjáanlegur kemur frá sólarljósi sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar á leið til tunglsins.