Hraðpróf fyrir þingsetningu

Frá undirbúningi fyrir þingsetningu.
Frá undirbúningi fyrir þingsetningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi verður sett næstkomandi þriðjudag og verða gestir við þingsetninguna örfáir líkt og 2020 vegna sóttvarnaráðstafana. Það eru síðan tilmæli til allra viðstaddra að fara í hraðpróf til að skima fyrir kórónuveirusmiti en það hefur ekki gerst áður í þingsögunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta fyrirkomulag er samkvæmt ráðleggingum embættis sóttvarnalæknis og almannavarna, að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.

„Við höfum verið í góðri samvinnu og samráði allan faraldurinn en markmiðið er alltaf að halda Alþingi starfhæfu og að koma í veg fyrir með öllum ráðum að hópar þingmanna smitist eða fari í sóttkví,“ segir Ragna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert