Þrengslavegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps en flutningabíll fór út af veginum fyrir klukkan tvö í dag. Þetta staðfestir vegagerðin.
Búast má við að vegurinn verði lokaður næsta klukkutímann hið minnsta, á meðan verið er að færa flutningabílinn aftur á veginn.
Ekki hefur tekist að ná samband við lögreglu til að fá frekari upplýsingar um slysið. Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni virðist það þó ekki hafa verið alvarlegt.