Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin klukkan 14:00 í dag við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá minningarathöfninni hér að neðan.