Með buxurnar á hælunum fyrir utan verslun

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst í dag tilkynning um mann með buxurnar á hælunum fyrir utan verslun í Austurbæ. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. 

Einn ökumaður var í dag stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna aksturs án réttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert