Stöðva losun sem er sambærileg losun 700 bíla

Votlendissjóðurinn endurheimtir nú 70 hektara landssvæði í Fífustaðadal við Arnarfjörð. Með framkvæmdinni stöðvast losun 1400 tonna af koldíoxíð á ári, sem er það sama og 700 nýlegir fólksbílar losa á ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá Votlendissjóði. 

„Þarna er ekki bara um loftslagsaðgerð að ræða heldur eflir framkvæmdin náttúrulegan fjölbreytileika, endurheimtir vistkerfi mýranna og skapar vinnu fyrir verktaka á svæðinu,“ segir þar. 

Framræsingin í Fífustaðadal hefur frá árinu 1970 losað um 70.000 tonn af koltvísýringsígildum, samkvæmt tilkynningunni. Endurheimtin nú er unnin að beiðni landeiganda sem gerði samning við Votlendissjóð um framkvæmdina en jörðin hefur aldrei verið nýtt til framleiðslu í landbúnaði.

„Landgræðslan vegur og mælir forsendur allra framræsingarverkefna Votlendissjóðs og að lokinni framkvæmd er verkið mælt og metið að nýju. Ef verkið hefur heppnast til fulls færir Landgræðslan það í samantektartölur landsins um stöðvun losunar frá framræstu votlendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert