Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt af JCI á Íslandi í 20. skiptið á miðvikudag.
Fram kemur í tilkynningu frá JCI að í ár hafi borist hátt í þrjú hundruð tilnefningar frá almenningi. Sérstök dómnefnd fer yfir tilnefningarnar og velur úr tíu einstaklinga sem fá viðurkenningu, þeirra á meðal einn verðlaunahafa.
Dómnefndina skipuðu: Elísabet Brynjarsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2020 og fyrrum framkvæmdastjóri Frú Ragnheiðar, Eyvindur Elí Albertsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og senator JCI, Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri OZ, Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2021.
„Íslenska þjóðin er rík af ungu og öflugu fólki sem starfar af eldmóð og heilindum, eru að gera hreint út sagt framúrskarandi hluti og skapa jákvæð áhrif í samfélaginu. Okkur finnst mikilvægt að vekja athygli á því og vonumst til þess að viðurkenningin sé þeim hvatning,“ er haft eftir Guðlaugu Birnu, verkefnastjóra verðlaunanna, í tilkynningu.
„Það var ekki einfalt verk fyrir dómnefndina að velja úr öllum þeim fjölda tilnefninga sem bárust en þau stóðu sig vel og JCI er stolt af þessum hóp sem við veitum viðurkenningu í ár.“
Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár, en einn þeirra verður síðan verðlaunaður sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021: