Fyrirtæki gætu lamast og heilbrigðisþjónusta skerst

Þórólfur segir mikilvægt að koma í veg fyrir að samfélagið …
Þórólfur segir mikilvægt að koma í veg fyrir að samfélagið lamist vegna veikinda fólks af covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir mik­il­vægt að halda sam­stöðu og virða sótt­varn­araðgerðir því ann­ars get­um við fengið far­ald­ur­inn yfir okk­ur af full­um þunga og allt farið í óefni. Spít­al­inn hætti að geta sinnt sjúk­ling­um með viðun­andi hætti og mik­il­væg starf­semi geti lam­ast. Hann von­ast til að mót­mæli, eins og nú eiga sér stað víða um Evr­ópu, vegna hertra sótt­varn­araðgerða, muni ekki eiga sér stað hér á landi.

„Ég vona svo sann­ar­lega ekki. Íslend­ing­ar hafa séð al­veg það er sem skipt­ir máli og ef menn fara að mót­mæla og taka ekki þátt, þá fáum við bara far­ald­ur­inn yfir okk­ur. Þá fáum við aðra sviðsmynd með út­breidd­um al­var­leg­um veik­ind­um sem hef­ur áhrif á alla heil­brigðisþjón­ust­una við alla hópa. Fólk kemst ekki í aðgerðir eða hvað það nú er sem þarf að gera. Mik­il­væg starf­semi lam­ast, eins og til dæm­is hjá Orku­veit­unni, raf­magnsveit­um og ég veit ekki hvað og hvað. Allt sem við byggj­um okk­ar líf á mun lam­ast út af út­breidd­um veik­ind­um. Þannig fólk þarf aðeins að horfa á þetta,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is

„Eins og staðan er núna get ekki séð að það sé mikið um tak­mark­andi aðgerðir. Fólk get­ur gert nán­ast það sem það vill. Ég held við ætt­um að horfa á það og ef okk­ur tekst að ná kúr­vunni niður þá eig­um við bara að gleðjast yfir því og vera sam­mála um það.

Ekki bara spít­al­ann sem þarf að vernda

Tíðrætt hef­ur verið um að vernda heil­brigðis­kerfið og spít­al­ann og þau rök gjarn­an gef­in fyr­ir hert­um aðgerðum, en aðgerðir voru síðast hert­ar hér á landi fyr­ir rúmri viku. Þá aðallega í formi hertra sam­komutak­mark­ana og grímu­skyldu. Þá hafði yf­ir­stjórn spít­al­ans kallað eft­ir hert­um aðgerðum í fjöl­miðlum.

Aðspurður seg­ir Þórólf­ur hins veg­ar erfitt að segja til um það hvort við vær­um í væg­ari aðger­um hér á landi ef staðan á spít­al­an­um væri betri; gjör­gæslu­rými fleiri, mönn­un­ar­vandi ekki til staðar og hann hefði meira bol­magn til að bregðast við fjölg­un smita. Enda séu fleiri þætt­ir sem þarf að horfa til.

24 liggja nú inni á Landspítalanum með covid-19, þar af …
24 liggja nú inni á Land­spít­al­an­um með covid-19, þar af þrír á gjör­gæslu. Ljós­mynd/​Land­spít­al­inn

„Við sjá­um bara hvað er að ger­ast í öðrum lönd­um sem eru með meira rými, þau eru líka með tak­mark­andi aðgerðir. Jú, auðvitað er það meg­in­mark­miðið að halda spít­al­an­um á floti, að yfir­keyra hann ekki, en við erum líka að reyna að koma í veg fyr­ir al­var­leg veik­indi fólks sem get­ur lent í langvar­andi veik­ind­um í kjöl­farið. Svo erum við líka að reyna að halda smit­un­um niðri því með fleiri al­var­lega veik­um þá bara lam­ast fyr­ir­tæki. Fólk veikist og kem­ur ekki í vinn­una og þá lam­ast starf­semi úti um allt. Allt þetta þurf­um við að horfa á, en eins og staðan er núna erum við fyrst og fremst að horfa á spít­al­ann.“

22 ein­stak­ling­ar liggja nú inni á Land­spít­al­an­um með covid-19, þar af þrír á gjör­gæslu, all­ir í önd­un­ar­vél. Þórólf­ur seg­ir mik­il­vægt að ná þess­um töl­um niður og bend­ir á að spít­al­inn sé enn á hættu­stigi. „Hann er bara í veru­lega erfiðum mál­um þegar á heild­ina er litið. Við þurf­um að reyna að koma töl­un­um neðar niður. Það er líka fullt af veiku fólki þarna úti. Við erum með 1.700 til 1.800 manns í eft­ir­liti á covid-göngu­deild­inni og sum­ir eru ansi veik­ir. Þannig við erum ekki bara að tala um hvað það liggja marg­ir á gjör­gæslu, það er svo­lítið topp­ur­inn á ís­jak­an­um.“

Von­andi raun­veru­legt að far­ald­ur­inn sé í rén­un

102 greind­ust með covid-19 inn­an­lands í gær og hef­ur smit­um farið fækk­andi síðustu daga. Smit­töl­ur náðu há­marki í far­aldr­in­um hingað til í síðustu viku þegar smit fóru yfir 200 á ein­um degi.

Þórólf­ur seg­ir mögu­legt að við séum búin að ná toppn­um í þess­ari bylgju þó vissu­lega séu enn dreifð smit um allt land. „Mér sýn­ist þetta vera að mjak­ast niður og kannski er ég að von­ast til þess líka, en við þurf­um bara að sjá. Við sjá­um hvað gerðist í sum­ar, það tók okk­ur um mánuð að kom­ast niður í um 50 smit, eða eitt­hvað svo­leiðis, og kannski verður staðan svipuð núna. Það þarf samt ekki mikið að ger­ast til að við fáum allt í einu kúr­vuna aft­ur upp, hópsmit í ein­hverj­um skóla eða á vinnustað. En heild­arþró­un­in sýn­ist mér vera sú að þetta sé að mjak­ast niður.“

Hann seg­ir því ljóst að aðgerðirn­ar séu að virka og aug­ljóst að fólk sé að passa sig. „Það sem er já­kvætt líka er að við sjá­um að hlut­fall þeirra sem eru í sótt­kví við grein­ingu er aðeins að aukast líka, þannig það eru nokk­ur já­kvæð merki um að kannski sé þetta aðeins að láta sig. En það er kannski fullsnemmt og kannski er þetta ósk­hyggja, en ég vona að þetta sé raun­veru­legt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert