Hringi ekki á göngudeild vegna útskriftarsímtala

Skjólstæðingum er bent á að bíða eftir símtali.
Skjólstæðingum er bent á að bíða eftir símtali. Ljósmynd/Landspítali

Skjólstæðingar covid-göngudeildar Landspítalans eru vinsamlega beðnir um að hringja ekki í skiptiborð Landspítala eða á covid-göngudeildina vegna útskriftarsímtala heldur bíða þolinmóðir eftir símtali vegna útskriftar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans.

Eru slíkar fyrirspurnir sagðar valda miklu álagi á kerfið með tilheyrandi töfum.

1.687 einstaklingar eru nú í eftirliti göngudeildarinnar, þar af 519 börn. Um síðastliðna helgi komu 14 til 18 manns til mats og meðferðar á deildinni.

Í dag liggja 22 einstaklingar vegna covid-19 á Landspítalanum Af þeim eru 18 með virkt smit, 14 eru á smitsjúkdómadeild, þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél og einn einstaklingur er á geðdeild.

Þá er 51 starfsmaður á Landspítalanum frá vinnu annað hvort vegna einangrunar eða sóttkvíar. Auk þessu eru 97 starfsmenn í vinnusóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert