Spár gera ráð fyrir suðvestlægri átt, 13-18 m/s, sums staðar mun hvassara á Norðurlandi um tíma og í Öræfum. Talsverð rigning verður á vesturhelmingi landsins en úrkomulítið fyrir austan. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að vegna rigningar á vesturhelmingi landsins sé hyggilegt að hreinsa niðurföll og ræsi.
Mun hægara og skúrir eða él vestan til um kvöldið og kólnar.