Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segir að hver og einn þingmaður verði að gera það upp við sig hvort viðkomandi taki afstöðu um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi. Kosið verður um málið á Alþingi á fimmtudag. Samkvæmt þingsköpunum hafa allir 63 þingmenn sem hafa fengið kjörbréf þingmannsrétt, segir Birgir.
Undirbúningskjörbréfanefnd mun koma saman í dag og leggja lokahönd á greinargerð um talningu kjörbréfa í kosningunum í Norðvesturkjördæmi. Birgir segir nefndina vera að vinna að tveimur tillögum en hann vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. Hið minnsta þrír möguleikar eru fyrir hendi, en tillögurnar gætu t.a.m. kveðið á um uppkosningu í kjördæminu, staðfestingu seinni talningar, eða þá að talið verði í þriðja sinn.
Ekki eru allir sammála um hvort við hæfi sé að þeir fimm þingmenn sem hlutu sæti eftir endurtalningu taki þátt sökum hagsmuna sinna. Einn frambjóðandi hefur sagt að vísa verði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu ef seinni talning verður látin gilda.