Lágmarkskrafa að hryssa sé tamin og róleg

Konan heldur á drumbi sem hún rekur ítrekað í hryssuna …
Konan heldur á drumbi sem hún rekur ítrekað í hryssuna af nokkru afli. skjáskot úr heimildarmynd

Ef hryssa er ótam­in og hef­ur ekki fengið nauðsyn­leg­an und­ir­bún­ing, eða hef­ur ein­fald­lega ekki geðslag til þess að þola blóðtöku ætti að hvíla skylda á dýra­lækni til að neita að fram­kvæma aðgerðina, að mati stjórn­ar­manna Fé­lags tamn­inga­manna. 

Þá ættu deyfi­lyf ekki að koma í stað tamn­ing­ar við svo vafa­sam­ar aðgerðir, held­ur sé það lág­marks­krafa að hryssa sé tam­in og ró­leg. 

Hér má sjá blóðtöku á einum bænum sem heimildarmyndin sýndi.
Hér má sjá blóðtöku á ein­um bæn­um sem heim­ild­ar­mynd­in sýndi. Skjá­skot úr heim­ild­ar­mynd

Skora á MAST að bæta eft­ir­lit með blóðtök­um

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu þar sem skorað er á Mat­væla­stofn­un að bæta eft­ir­lit og reglu­gerð í kring­um blóðtök­ur á fylfull­um hryss­um á Íslandi.

Til­efni áskor­un­ar­inn­ar er heim­ild­ar­mynd sem vakið hef­ur tals­verða at­hygli. Þar sést ómannúðleg meðferð á fylfull­um hryss­um, þær barðar og greini­lega skelkaðar. Að mati fé­lags­ins er um kerf­is­bundið og sí­end­ur­tekið dýr­aníð að ræða.

Verra en hryll­ings­mynd­bönd úr slát­ur­hús­um

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir meðal ann­ars: „Hryss­ur hafa þar greini­lega ekki fengið viðeig­andi und­ir­bún­ing eða hafa ekki geðslag til þess að henta í þessa starf­semi. Það sama má segja um starfs­fólkið.“

Þar er efni mynda­bands­ins líkt sam­an við „hryll­ings­mynd­bönd“ frá slát­ur­hús­um er­lend­is, en þar sem hryss­urn­ar séu ít­rekað látn­ar upp­lifa sömu aðstæður aft­ur, sé þetta í raun verra. 

Maður ber hryssu áfram með járnstöng.
Maður ber hryssu áfram með járn­stöng. skjá­skot úr heim­ild­ar­mynd
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert