Ríkið tryggi flugið til Eyja

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þess er vænt að nú í vik­unni fá­ist svör frá sam­gönguráðuneyti um hvernig áætl­un­ar­flugi milli Reykja­vík­ur og Vest­manna­eyja verði háttað í vet­ur, skv. skil­greindu lág­marki tengdu Covid-far­aldr­in­um.

Sótt er á ríkið um að flug­sam­göng­ur kom­ist aft­ur á sem fyrst. Vest­manna­eyja­bær ósk­ar þess að boðið verði upp á tvær ferðir í viku við þess­ar aðstæður. Það er þó yfir lág­marksþjón­ustu sem var skil­greind sl. vet­ur þegar ráðuneytið styrkti sam­göng­ur til Eyja. „Við höf­um fengið þau svör að fleiri en tvær styrkt­ar ferðir í viku sé yfir lág­marki. Ef slíkt er niðurstaðan er mik­il­vægt að flug­fé­lagið sem sem­ur við Vega­gerðina fái hins veg­ar að bæta við ferðum þegar þess er þörf,“ seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Eyj­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Flug­sam­göng­ur til og frá Vest­manna­eyj­um hafa legið niðri síðan Icelanda­ir hætti í sum­ar­lok. Fé­lagið hafði þá verið með ferðir frá því í lok síðasta árs, sam­kvæmt áform­um sem ekki gengu upp. Síðan þá hef­ur bæj­ar­stjóri átt sam­töl við sam­gönguráðherra og Vega­gerðina um úr­lausn máls­ins.

Á fundi í bæj­ar­ráði í sl. viku var upp­lýst að ráðuneytið myndi kanna hver niður­greiðsla þyrfti að vera á flugi á þess­ari leið, svo ger­legt væri. Slík­ur stuðning­ur er ýms­um skil­yrðum háður en svig­rúm er þó fyr­ir hendi nú vegna Covid-far­ald­urs­ins. Ráðuneytið hef­ur einnig kynnt að Vega­gerðin kanni hvort farið verði í útboð á rík­is­styrktu Eyja­flugi til lengri tíma, sem verður að sam­ræm­ast EES-regl­um.

„Von­andi fáum við svör um lág­marks­fjölda ferða til Eyja í vik­unni, en könn­un á for­send­um og und­ir­bún­ing­ur rík­is­styrkts flugs tek­ur ein­hverja mánuði. Mikið er í húfi, svo að Eyja­menn geti sótt þjón­ustu á fastalandið inn­an dags­ins, auk þess sem reglu­leg­ar ferðir skipa miklu fyr­ir til dæm­is heil­brigðisþjón­ustu og at­vinnu­líf hér í bæ,“ seg­ir Írs. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert