Selur jólatré úr bakgarðinum á Brask og brall

Jólatréð forláta til sölu, til styrktar Frú Ragnheiði.
Jólatréð forláta til sölu, til styrktar Frú Ragnheiði. Skjáskot/Facebook

Einn notandi Facebook-hópsins Brask og brall.is, hópur sem eflaust flestir landsmenn ættu að kannast við enda eru um eru 173 þúsund notendur þar, auglýsti að hann væri að selja tré úr bakgarðinum sem „vill uppfylla draum sinn um að verða að jólatré.“

Hann segir að allur ágóði sölunnar muni síðan renna til starfsemi Rauða Krossins, Frú Ragnheiðar, sem vinnur að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun.

Hvetja Smáralind og Kringluna til að íhuga kaup á trénu

Hann hvetur þá fyrirtæki eða einstaklinga sem eru með gott húsnæði og vilja láta gott af sér leiða til þess að íhuga að gera góð kaup. Tréð sem um ræðir er fjögurra metra hátt og kemur fram að neðsti partur þess sé um 140 sentímetra inn að stofni.

„Tréð er mjög þétt og fallegt og myndi njóta sín í fallegu loftháu rými. Stór stofa eða and[dyri],“ segir í auglýsingunni.

Þá hafa margir lýst yfir áhuga yfir þessu fallega tré og hrósað fyrir fallega hugsun og að um sé að ræða gott málefni til að styrkja. Í ummælum við færsluna má meðal annars sjá einstaklinga benda Smáralind og Kringlunni á tréð.

Margir lýst yfir áhuga yfir þessu fallega tréi og hrósað …
Margir lýst yfir áhuga yfir þessu fallega tréi og hrósað fyrir fallega hugsun og að um sé að ræða gott málefni til að styrkja. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert