Sigmar kjörinn varaformaður þingflokks

Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er nýr þingmaður Viðreisnar og varaformaður þingflokks.
Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er nýr þingmaður Viðreisnar og varaformaður þingflokks.

Þingflokkur Viðreisnar kaus stjórn þingflokks á þingflokksfundi. Hanna Katrín Friðriksson gegnir áfram formennsku en Sigmar Guðmundsson var kjörinn varaformaður þingflokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Hanna Katrín Friðriksson er áfram þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson er áfram þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Hari

Hanna Katrín hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og verið þingflokksformaður síðan hún tók sæti.

Sigmar var kjörinn á þing núna í september síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert