Þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Sæbrautar og Dalbrautar í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru tveir einstaklingar fluttir á slysadeild.
Áreksturinn varð um kl. 13 í dag og stóðu aðgerðir á vettvangi yfir í um hálftíma.
Ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.