194 smit innanlands

Röð í sýnatöku.
Röð í sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

194 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær, þar af voru 100 í sótt­kví við grein­ingu. Er þetta næst mesti fjöldi smita á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Þetta kem­ur fram á covid.is þar sem enn frem­ur kem­ur fram að alls hafi 204 smit greinst í gær, þar af tíu á landa­mær­un­um.

24 eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu.

14 daga ný­gengi á hverja 100.000 íbúa mæl­ist nú í 584,7 inn­an­lands en 30,5 við landa­mær­in. 

Tek­in voru 5.462 sýni, þar af 2.147 ein­kenna­sýni. 1.735 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19 og 2.089 í sótt­kví.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert